Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 363 . mál.


Ed.

672. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Flm.: Salome Þorkelsdóttir.



1. gr.

    Á eftir 2. mgr. 69. gr. C (Húsnæðisbætur), sbr. 9. gr. l. nr. 92/1987, komi ný málsgrein svohljóðandi:
    Rétt til húsnæðisbóta skv. 1. mgr. getur maður öðlast sem byggir nýtt íbúðarhús í stað húss sem úrskurðað hefur verið óhæft til íbúðar, verðlaust og til niðurrifs, enda sé það staðfest með tilskildum vottorðum opinberra aðila.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Skv. 69. gr. C laga um tekjuskatt og eignarskatt, kaflanum um húsnæðisbætur, er það skilyrði fyrir húsnæðisbótum að um sé að ræða kaup eða byggingu íbúðarhúsnæðis til eigin nota í fyrsta sinn á árunum 1984–1987.
    Ekki er gert ráð fyrir frávikum sem réttlæti undantekningartilvik.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Flutningsmaður frumvarpsins telur ljóst að slík undantekningartilvik sem 1. gr. þessa frumvarps gerir ráð fyrir séu fullkomlega réttlætanleg og því er frumvarp þetta flutt.

Um 2. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.